Ekki í fyrsta skipti né það síðasta!

Hræðilegt! þetta er sannarlega ekki einsdæmi. Einelti er hrikalegt og þekki ég það persónulega töluvert, bæði sem gerandi að vissu leiti á unglingsárunum og síðan upplifði ég það á hinn veginn gagnvart stjúpdóttur minni. En hún fékk svo sannarlega að finna fyrir því og tel ég að hún beri þess aldrei bætur! Það er kannski ljótt að segja það en kannski er það gott að ég sem fyrrum gerandi skuli svo upplifa virkilega hvernig einelti getur gjörsamlega gengið frá manneskju. Þetta er og verður alltaf vandamál í skólum og skiptir þá ekki máli hvaða skóli það er.
mbl.is Einelti leiddi til sjálfsvígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er virkilega ömurlegt.

Svona einelti viðgengst allstaðar. Og dapurlegt er að ekkert er gert við þessu fyren börn og unglingar taka eigið líf. Eins og gerðist hér á landi fyrir ekki svo löngu síðan.

Þetta hefur viðgengist árum saman t.d hér á landi. En maður sér engar alvöru aðgerðir til að sporna gegn þessu í menntakerfinu.

Var svo heppin að lenda ekki í þessu sjálfur en sá þetta oft í skólanum. Þeir sem urðu vitni af svona hegðun sögðu yfirleitt ekkert vegna hræðslu til dæmis, við þessa ofbeldismenn.

Las eitthvað um að setja ætti einhvern hóp af stað til að taka á þessu í skólum hér á landi.

ThoR-E, 30.3.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er hræðilegt. Og þeir skólar sem gefa sig út fyrir að vera með eineltis-aðgerðir hér á landi eru stundum ekki einu sinni með myndavélar til að fylgjast með í kringum skólana!

Greiningar til að finna út sjúkdóma og einkenni á börnum verða svo að fara fram í skólum sem hafa oft á tíðum takmarkaða trú á því sem foreldrar segja um hvernig börnum líður í skólum og gengur að læra!

Mörg börn eru útskrifuð úr grunnskólum nánast ólæs og kunna ekki margföldunartöfluna? Hvernig getur slíkt gerst á 21 öldinni í þróuðu landi?

Svo er skóla-prógrammið miðað við að allir kunni að lesa í efri bekkjunum? Þeir sem ekki ná að fylgja fjöldanum lenda útundan með tilheyrandi niðurlægingu og sjálfstraustið brotnar!

Foreldri getur ekki farið með barn í greiningu á ýmsum sjúkdómum og einkennum úti í bæ, sem ekki kostar langa bið, ef þeim grunar að eitthvað sé að, nema borga fullt verð sem hleypur á tugum þúsunda!

Allt skal í gegnum rotið skólakerfi sem ekki trúir alltaf foreldrum og langur biðtími í greiningu þykir eðlilegt? Á meðan líða börnin! Foreldrar þekkja að sjálfsögðu börnin best, en ekki kennararnir? 

Álagið á börnum og foreldrum er gífurlegt og jaðrar við einelti af skóla-kerfinu!

Ekki skrítið að sumir gefist upp, og félagsþjónustan gerir út á þessar uppgjafir og tilheyrandi vandamál!

Það eru til nægir peningar hjá félagsþjónustunni þegar börn skulu slitin úr sínu eðlilega umhverfi vegna ofálags skólakerfisins á börn og foreldra? Og vistuð í fóstri með meðgjöfum sem myndu duga vel fyrir greiningu úti í bæ?

Atvinnuskapandi fyrir félagsþjónustuna? Já, og á kaldhæðnislegum grunni svika skólakerfisins!

Þessu verður að breyta á Íslandi, barnanna vegna!!! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.3.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég hef alltaf verið í vörn gegn einelti, viðbjóðsleg framkoma mannskepnunnar.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband