Vonandi er Benitez næstur!

Búið að reka Zola kallinn. Árangur Benitez er mun verri þegar hafðar eru í huga væntingarnar sem voru mjög miklar. Ef að hann verður áfram þá kætast nú líklega stuðningsmenn annara liða því það er að sjálfsögðu ávísun á að Liverpool verður ekki á topp 10 á meðan hann er við stjórnvölin!
mbl.is Zola rekinn frá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mér nóg boðið!

Nú fer ég og set tappa í bölvaðan jökulinn! Helvítis eldgosið að eyðileggja fyrir mínum mönnum. Ekki það að það sé hægt að eyðileggja tímabilið mikið meira.... hehe
mbl.is Torres ekki til sérfræðings vegna gossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í fyrsta skipti né það síðasta!

Hræðilegt! þetta er sannarlega ekki einsdæmi. Einelti er hrikalegt og þekki ég það persónulega töluvert, bæði sem gerandi að vissu leiti á unglingsárunum og síðan upplifði ég það á hinn veginn gagnvart stjúpdóttur minni. En hún fékk svo sannarlega að finna fyrir því og tel ég að hún beri þess aldrei bætur! Það er kannski ljótt að segja það en kannski er það gott að ég sem fyrrum gerandi skuli svo upplifa virkilega hvernig einelti getur gjörsamlega gengið frá manneskju. Þetta er og verður alltaf vandamál í skólum og skiptir þá ekki máli hvaða skóli það er.
mbl.is Einelti leiddi til sjálfsvígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum United í úrslitum!

Þá er það klárt að Liverpool mætir United í úrslitum! Hafði aðalega áhyggjur af því að þau þyrftu að mætast fyrr! Wink
mbl.is Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var "nítugur"!!

Hvimleitt að sjá mbl.is skrifa " hann var nítugur" hehe. Er ekki skemmtilegra að segja "hann var níræður" ??
mbl.is Millard Kaufman látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0-0 áfram??

Jæja,  þá er það allavega ljóst að ekki skorum við mikið á næstunni frekar en í 2 síðustu heimaleikjum í deildinni!! Helvítis!!!
mbl.is Torres verður lengur frá en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt!

Hugsa sér að umspilsleikur skuli ekki vera sýndur beint er með ólíkindum! Það er árið 2008 og kvennaknattspyrna á ennþá undir högg að sækja. Segir manni líka hvaða augum Írar líta á kvenna boltann!
mbl.is Allt reynt en útilokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúll fréttamaður!!

Það er nú eitthvað stórkostlega mikið að þessum sem skrifar þessa frétt! Held að hann ætti að skammast sín í hrúgu fyrir þessi skrif!! Vel á annað hundruð þúsund íslendinga er búinn að sjá myndina og músikin selst vel!! Fullyrðir síðan að 90' músik sé slæm!! Ég hélt að það ætti að gæta hlutleysis í fréttamennsku! Ef ekki þá á viðkomandi að hafa nafn sitt undir fréttinni!!
mbl.is Nei, nú er nóg komið af ABBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað!!

Þó að olían yrði gefins á heimsmarkaði, þá myndu olíufélögin kannski lækka um 6 kr lítrann! Og kenna bráðnun hafís í Norðurhöfum um að þeir gætu ekki lækkað meira!! Bölvaðir djöfulsins glæpamenn.
mbl.is Hráolíuverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkir höfðingjar!

Frábær lækkun!! Held að ég fari hringveginn tvisvar í tilefni dagsins!!  Hækkuðu um 2 kr í fyrradag og lækka um 1,20 kr núna! Af hverju ekki 2 kr??? Þeir kannski fara á hausinn við þessa 80 aura?


mbl.is N1 lækkar verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband