Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Keflvíkingar ósnertanlegir??
5.7.2007 | 23:46
Var að horfa á þáttinn 14-2 áðan á RÚV og þar sat þjálfari Keflavíkur fyrir svörum. Honum var óglatt og sagði að honum liði illa! Hann talaði einnig um að dætur sínar hefðu beðið hann um að hætta að þjálfa vegna þess hve ljót orð voru sögð um hann!! Það er auðvitað hræðilegt! En hvað sagði einmitt þjálfari Keflavíkur um Bjarna Guðjónsson?? Hvað með ef að hans börn hefðu séð það!! Mér finnst að Kristján þjálfari og Keflvíkingar geti séð sóma sinn í því að biðjast afsökunnar á hegðun sinni! Guðjón og Bjarni stigu fram og gerðu það! En hvar er afsökunnarbeiðni Keflvíkinga? eða finnst þeim þetta bara vera allt í lagi?
Og svo að gefnu tilefni þá gerðist það í enska boltanum fyrir nokkrum árum að það sama skeði í leik á milli Arsenal og Sheffield Utd. Arsenal skoruðu eftir að Sheffield hafði sparkað boltanum út af! Arsenal vann, en liðin voru látin spila annan leik!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)