Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Ekki í fyrsta skipti né það síðasta!
30.3.2010 | 18:57
Hræðilegt! þetta er sannarlega ekki einsdæmi. Einelti er hrikalegt og þekki ég það persónulega töluvert, bæði sem gerandi að vissu leiti á unglingsárunum og síðan upplifði ég það á hinn veginn gagnvart stjúpdóttur minni. En hún fékk svo sannarlega að finna fyrir því og tel ég að hún beri þess aldrei bætur! Það er kannski ljótt að segja það en kannski er það gott að ég sem fyrrum gerandi skuli svo upplifa virkilega hvernig einelti getur gjörsamlega gengið frá manneskju. Þetta er og verður alltaf vandamál í skólum og skiptir þá ekki máli hvaða skóli það er.
Einelti leiddi til sjálfsvígs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)