Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Fatlaðir eru fólk eins og við!
21.4.2007 | 02:15
Ég get nú ekki annað en skrifað nokkrar línur varðandi starf mitt sem aðstoðarmaður á sambýli fyrir geðfatlaða. Við erum 10 menn að vinna á okkar vinnustað og höfum verið í launabaráttu í nokkur ár og á sama tíma hefur störfum verið fækkað hjá okkur og að sjálfsögðu hefur í leiðinni þjónustan verið skert við skjólstæðinga okkar! Bæjaryfirvöldum virðist vera nákvæmlega sama um geðfatlaða og þann árangur sem þó hefur náðst á undanförnum árum! Nei lækkum við þá launin og skerðum þjónustuna því þetta eru jú bara geðfatlaðir! Skera niður yfirvinnu hjá starfsmönnum sambýlisins en látum bæjarstjórann hafa yfirvinnu! Auðvitað er það allt í lagi það er jú hefð að bæjarastjórinn fái óunna yfirvinnu borgaða!!!
Akureyri í öndvegi, staður fjölskyldufólks!! (já ef það vill vinna fyrir skammarleg laun og verða fljótt gjaldþrota)
Kveðja
Steini
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)